Feldur Verkstæði

Feldur Verkstæði er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og sölu á hágæða vörum úr skinni og feld. Feldur Verkstæði var stofnað af hjónunum Heiðari Sigurðssyni feldskera og Kristínu Birgisdóttur. Versluninn er staðsett á Snorrabraut 56, þar sem við bjóðum ykkur velkominn inn í hlýlegan og grípandi heim Felds.

Heiðar Sigurðson

Heiðar Sigurðsson lærði feldskurð í Svíþjóð, hann fór strax að vinna í feld viðgerðum og að framleiða eigin vörur eftir útskrift árið 1983. Hjónunum Heiðari og Kristínu fannst vera takmarkað framboð á feld vörum hérlendis og hófu í kjölfarið hönnun og framleiðslu á fatnaði og fylgihlutum úr feldi. Vörurnar frá Feldi eru innblásnar af íslenskum veðurskilyrðum, þar sem ull og feldur hefur skýlt okkur um aldir.

“Markmiðið okkar er að framleiða hágæða vörur úr feldi, og gera þær aðgengilegar öllum. Ánægðir viðskiptavinir drífa okkur áfram, enda eru þeir okkar stærsti innblástur.” – Heiðar Sigurðsson

Þjónusta við viðskiptavini

Framúrskarandi þjónusta er forgangsatriði hjá okkur í Feldi, þess vegna bjóðum við uppá ókeypis viðgerðar þjónustu á vörum frá Feldi Verkstæði. Eins bjóðum við uppá persónulega aðstoð í verslun okkar að Snorrabraut 56. Hvort sem verið er að leita af réttu kápunni, jólagjöfinni handa ástinni eða skjóli frá norðanvindinum.

Einstakt andrúmsloft

Við leggjum mikið uppúr því að taka vel á móti viðskiptavinum okkar og sjáum við til þess að öll gangi út með bros á vör. Verslun okkar er fallega innréttuð og segir fólk það vera sannkölluð upplifun að ganga inn í heim Felds. Verið velkomin til okkar, við tökum vel á móti ykkur!

Gerðu vel við þig!

Við bjóðum uppá frábært úrval af vörum úr hágæða skinni og feldi á góðu verði. Gerðu vel við þig með einstakri vöru, úr hágæða framleiðslu. Eins getur þú gert vel við þína nánustu, það mun ávallt slá í gegn!

Verslaðu á netinu

Verslaðu Felds vörur á netinu, við sendum út um allt land! Eins bjóðum við uppá ókeypis sendingu ef verslað er fyrir 15.000 kr eða meira. Ekki hika við að hafa samband á feldur@feldur.is ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vörurnar. Við látum drauma þína rætast!

Skráðu þig á póstlista
Fylgstu með öllum fréttum frá okkur!
    Gerast áskrifandi