Feldur Verkstæði er fjölskyldurekið vörumerki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á hágæða loðskinnsvörum.
Heiðar Sigurðsson
Heiðar lærði feldskurð í Svíðþjóð og útskrifaðist sem feldskeri árið 1983. Eftir útskrifaðist flutti hann til Íslands og vann við breytingar og viðgerðir á pelsum sem og sinni eigin hönnun og framleiðslu á pelsum. Feldur Verkstæði var síðar stofnað af Heiðari og Kristínu og vildu þau leggja áherslu á loðskinnsfylgihluti sem þeim fannst vanta á íslenskum markaði. Í dag eru þau með breitt úrval af bæði fylgihlutum og yfirhöfnum.
“MARKMIÐ OKKAR ER AÐ HANNA HÁGÆÐA LOÐSKINNSVÖRUR FYRIR ALLA TIL ÞESS AÐ NJÓTA. ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR ER ÞAÐ SEM HELDUR OKKUR GANGANDI OG ER SANNUR INNBLÁSTUR‘’
Heiðar Sigurðsson – Feldskeri
Þjónusta
Góð þjónusta er mikilvægur partur af hringrásarkerfi fyrirtækisins. Feldur Verkstæði býður upp á viðgerðir á sínum eigin vörum endurgjalds laust. Með því sjá þau til þess að vörur þeirra nái sínum líftíma að fullu.
Verkstæðið
Í verslun okkar á Snorrabraut 56 má sjá allt okkar vöruúrval á einum stað. Samhliða versluninni er verkstæðið okkar þar sem Heiðar feldskeri og Ása saumakona vinna að breytingum og viðgerðum á pelsum. Verkstæðið gefur innsýn inn í ferlið hvernig varan er unnin sem veitir kúnnanum betri þekkingu á vörunni sem hann er að kaupa.
Einstök flík
Hjá okkur má finna breitt úrval af vörum úr hágæða loðskinni. Í hönnunarferli okkar leyfum við eiginleikum efnisins að stjórna ferðinni. Mýkt, slitþol, nýting og áferð eru mikilvægir eiginleikar sem við höfum í huga við hönnun og þróun vara. Ekkert skinn er eins og því getur þú notið einstakrar vöru út af fyrir þig.
Vefverslun
Ef þú vilt heldur versla heima í stofu bjóðum við upp á úrval af okkar vörum í vefverslun . Engin vara er eins og oft breytilegir litir. Við mælum með að hafa samband við okkur við kaup á ákveðnum vörum til þess að sjá litaúrvalið.
Við sendum frítt innanlands ef verslað er fyrir 12.000 kr eða meira.