Við trúum á gæði efnisins
Endurnýjaðu feldinn á úlpukraganum þínum
Þegar loðskinnið á úlpukraganum þínum er orðið gamalt og slitið tökum við að okkur að sauma nýjan loðfeld í stað þess gamla
Hvað þarf að gera?
- Komdu með gamla úlpuloðkragann til okkar
- Þú velur nýjan loðfeld
- Við tökum gamla loðfeldinn af úlpukraganum og saumum nýja feldinn á í staðinn
- Nýr úlpukragi er þá tilbúinn til þess að renna eða hneppa á úlpuna þína
- Úlpan er þá aftur orðin stórglæsileg
“VIÐ BJÓÐUM UPP Á VIÐGERÐARÞJÓNUSTU SEM HEFUR ÞAÐ AÐ MARKMIÐI AÐ LENGJA LÍFTÍMA VÖRUNNAR OG STUÐLA ÞANNIG AÐ VISTVÆNNI HRINGRÁS VÖRUNNAR ”
Heiðar Sigurðsson – Feldskeri
Breytingar og viðgerðir
Áður en við tökum við viðgerðum eða breytingum á verkstæðið þurfum við að skoða vöruna og sjá hvað hægt sé að gera. Best er að hitta á Heiðar feldskera og skoða möguleikana með honum. Hafðu samband í síma +354 896 5555 til þess að bóka tíma með honum.