Feldur og leður er náttúrulegt efni sem er einstaklega endingargott og endurnýtanlegt. Ef hugsað er vel um vöruna getur hún enst þér til margra ára. Að endingu mun svo efnið brotna niður og verða partur af náttúrunni á ný
Endurnýjaðu feldinn á úlpukraganum þínum
Þegar loðskinnið á úlpukraganum þínum er orðið gamalt og slitið tökum við að okkur að sauma nýjan loðfeld í stað þess gamla
Hvað þarf að gera?
- Komdu með gamla úlpuloðkragann til okkar
- Þú velur nýjan loðfeld
- Við tökum gamla loðfeldinn af úlpukraganum og saumum nýja feldinn á í staðinn
- Nýr úlpukragi er þá tilbúinn til þess að renna eða hneppa á úlpuna þína
- Úlpan er þá aftur orðin stórglæsileg
“Við bjóðum upp á viðgerðarþjónustu sem hefur það að markmiði að lengja líftíma vörunnar og stuðla þannig að vistvænni hringrás vörunnar ”
Marta Heiðarsdóttir – Designer
Breytingar og viðgerðir
Áður en við tökum við viðgerðum eða breytingum á verkstæðið þurfum við að skoða vöruna og sjá hvað hægt sé að gera. Best er að hitta á Heiðar feldskera og skoða möguleikana með honum. Hafðu samband í síma +354 896 5555 til þess að bóka tíma með honum.
Vörurnar okkar
Við hönnum og látum framleiða vörurnar okkar með ákveðinni endingu í huga. Alltaf getur eitthvað gerst og því viljum við frekar gera við vörurnar heldur en að þeim sé hent eða komið fyrir í geymslu. Með því sýnum við líka virðingu fyrir efninu sjálfu og framleiðslunni í heild sinni. Þessa viðgerðaþjónustu bjóðum við fyrir okkar eigin vörur að kostnaðarlausu.
This post is also available in: English