LAMBASKINN
Frá landnámi hefur hlýja, mjúka og sterka lambaskinnið haldið okkur á lífi. Íslenskt sauðfé gengur frjálst um villta náttúru landsins og hefur þróast með veðri og vindum að þessu fullkomna hráefni. Lambaskinns vörurnar frá Feldi eru framleiddar á ábyrgann hátt, þær eru sjálfbærar og gerðar í samlyndi við náttúru.
SELSKINN
Selskinn er auðþekkjanlegt á einstakri áferð þess og fjölbreytilegu munstrinu. Selskinn er einstaklega endingargott og veitir skjól gegn veðri og vindum.
Selskinnið hjá Feldi er framleitt úr Vöðusel, veiddum af innúítum í Grænlandi eftir helstu umhverfisstöðlum og á löglegan hátt. Við verslum skinnið einungis frá viðurkenndum söluaðilum og eru þau hágæða vottuð skinn.
SMÁÚLFS FELDUR
Feldur smáúlfsins er fágaður og flottur. Mikil dýpt er í hráefninu vegna andstæðna í háralitunum. Strúktúr þeirra minnir á íslenska lambaskinnið þar sem þykkt og mjúkt innra háralag styður við fögur, löng hár sem verða ýmisst brún eða svört.
Smáúlfurinn hjá okkur í Feldi kemur einungis frá viðurkenndum söluaðilum og er hágæða vottað skinn.
REFA SKINN
Refa skinn er þykkur, glansandi og einstaklega mjúkur feldur. Vörur framleidda úr ref eru því sérstaklega glæsilegar. Refaskinn er fáanlegt í yfir 20 mismunandi náttúrulegum lita afrbrigðum, allt frá rauðum og brúnum lita tónum yfir í svarta, gráa og hvíta tóna.
Vörurnar okkar eru einungis framleiddar úr hágæða, vottuðu refaskinni, verslaðar af viðurkenndum söluaðilum.
TÍBESKT LAMBSKINN
Tíbeskt lambskinn er þekkt fyrir einstaklega langa, silkimjúka og krullaða ull sem gerir vörur úr því einstakar og mjög fallegar.
Lambaskinnið hjá okkur í Feldi koma frá villtum kindum sem ganga frjálsar um sveitir Tíbet.
MINKA SKINN
Minkurinn skartar einstaklega mjúku, fíngerðu en endingargóðu skinni. Við hjá Feldi bjóðum breitt úrval pelsa og jakka í alskonar litum úr fjölbreyttum minkategundum.
Minkaskinns vörurnar hjá okkur eru einungis framleiddar úr hágæða, vottuðum feldi, sem verslaður er af viðurkenndum söluaðilunum.
Hvar getur þú nálgast vörurnar frá okkur?
Við erum með æðislega verslun á þeim stað í miðbænum sem enn er hægt að fá ókeypis bílastæði. Á Snorrabraut 56 getur þú verslað allar okkar vörur! Eins er hægt að nálgast vinsælar vörur frá okkur í völdum verslunum um allt land.
Opening hours:
Mon – Fri 10-18
Saturdays 11-16
Sunday: closed
Contact
Snorrabraut 56,
105 Reykjavlk , Iceland
E-mail: info@feldur.is
tel: +354 5880488