Lýsing
Barna Vettlingar | Lambaskinn
Fáanlegir í stærðum:
1–2 ára | 3–4 ára | 5–6 ára | 7–8 ára | 9–10 ára
Fáanlegir með leður eða rúskinnsáferð
Bjartur eru hlýir og þægilegir barna vettlingar, fáanlegir í ýmsum litum og áferðum. Framleiðsluaðferðin gefur hverju pari einstaka litbrigði og áferð svo hvert par er einstakt. Bjartur eru hinn fullkomni vetrarfylgihlutur. Vettlingarnir eru úr hágæða lambaskinni, með mjúku loðfóðri að innan sem tryggir mikla hlýju.
Athugið að vettlingarnir koma í ýmsum litasamsetningum og áferðum. Við mælum með að koma í verslunina okkar til að velja parið þitt eða hafðu samband við feldur@feldur.is til að fá upplýsingar um litasamsetningar á lager fyrir eða eftir kaup.