Description
Loðskinns ennisband | Refur
Ein stærð
Fáanlegt í eftirfarandi litum Beige | Svart | Kristals refur | Fawn light refur | Off White | Silfur refur | Hvítt
Hlín ennisbandið er mjúkt og klassískt ennisband, saumað úr heilu skinni, sem gerir það sérstaklega fágað og endingargott. Aftan í ennisbandið er saumuð teygja svo það passi á sem flesta hausa. Vinsamlegast athugið að teygjan er mis strekt á bandinu þannig að gott getur verið að koma í verslun okkar að Snorrabraut 56, til að finna sitt eintak.
Hlín ennisbandið er hluti af tímalausri og fágaðri vörulínu, sem samsett er af kraga, ennisbanndi og ermastúkum. Vörulínan er hönnuð með það í huga að hver vara geti notið sín sjálf, en einnig passa þær allar fallega saman.