Lýsing
Íslenskt lambaskinn | Litað snöggt
Íslenskt lambaskinn er falleg viðbót í stofuna og svefnherbergið. Það er einstaklega hlýtt og mjúkt, fullkomið undir fæturna á morgnana eða yfir sófann.
Frá því að Ísland var numið árið 874 hefur sauðkindin gengið frjáls í hverskyns veðri og vindum. Ull kindarinnar hefur hagað sig að íslenskum aðstæðum og er íslenskt lambaskinn því sérhannað fyrir þær. Lambaskinns vörur Felds eru lífniðurbrjótanlegar og framleiddar í sátt við náttúruna.
Við hjá Feldi erum heilluð af eiginleikum og fallegri áferð íslenska lambaskinnsins. Það er samsett úr togi og þeli. Togið eru lengri hár sem mynda ytra lag ullarinnar, gróf og endingargóð. Þelið er svo þétt og mjúkt innra lag sem veitir ullinni mikla einangrun.
Athugið: Skinnin eru fáanleg í mismunandi litum og mynstrum. Við mælum eindregið með því að heimsækja verslun okkar til að velja þitt eintak eða hafir samband við feldur@feldur.is til að fá upplýsingar um litavalið í boði áður en að þú kaupir þessa vöru.
Viðhald:
Burstið hárin reglulega með stálbursta til að halda þeim mjúkum og fallegum. Viðrið svo skinnið á vindasömum dögum, þannig þrífast þau best.
Reynið að komast hjá því að stilla lituðu lambaskinni upp í beinu sólarljósi, það getur átt í hættu á að upplitast.
Ef það kemur blettur í skinnið er hægt að vinda vel tusku og nudda hann varlega úr skinninu. Hægt er að nota örlitla ullarsápu í tuskuna. Forðist alfarið að setja skinnin í hreinsun og alls ekki í þvottavél. Passið að skinnið blotni ekki mikið en leyfið því að þorna flatt við stofuhita, án allra auka hitagjafa. Greiðið svo skinnið að lokum.