Lýsing
Mokkajakki | Kamel litaður með drapplituðu fóðri
Fáanlegur í stærðum:
S | M | L | XL
Elmar er klassískur, flugmanns mokkajakki framleiddur úr hágæða, mjúku lambaskinni. Jakkinn er prýddur smáatriðum úr lambaskinninu í fóðrinu. Kraginn fellur fallega niður á axlirnar en hægt er að festa hann upp í háls með fallegri sylgju á kaldari dögum. Rennilásinn að framan er tvöfaldur þannig að hægt er að stílisera jakkann á fjölbreyttan hátt. Hægt er að stilla breiddina neðst á jakkanum með sitthvoru beltinu. Elmar er fullkomin viðbót við fataskápinn.
Hannaður af Werner Christ