Lýsing
Refaskinns vesti | Brúnt
Fáanlegt í eftirfarandi stærðum:
XS | S | M | L | XL | XXL
Hrefna er klassískt refaskinns vesti, saumað úr skinn bútum og er þar með vistvæn vara. Hrefna er skemmtileg viðbót í fataskápinn þar sem það passar fullkomlega við einfaldar gallabuxur og stuttermabol en er einnig ótrúlega fallegt utan yfir gallajakka og leðurjakka. Bútasaumurinn gerir það að verkum að á vestinu myndast falleg og einstakt munstur. Vestið er því einstaklega hlýtt og gullfallegt. Það er því tilvalið fyrir kaldari daga á skrifstofunni eða utan yfir haust-og vor jakkann.