Lýsing
Hreindýra skinn
Hreindýra skinn eru einstaklega falleg skinn með einstaka áferð og mynstur. Skinnin eru hlýleg viðbót í stofuna eða bústaðinn.
Við mælum með að nota hreindýra skinnin einungis í skreytingarskini. Hárin á skinninu eru hol að innan og geta því brotnað undan þyngd. Því er engin ábyrgð borin á hárskemmdum. Við mælum ekki með að nota það sem gólfteppi eða sessu. Ef skinnið er hinsvegar notað í skreytingarskini getur þú notið þess um ókomna tíð.
Athugið: Skinnin eru fáanleg í mismunandi litum og mynstrum. Við mælum eindregið með því að heimsækja verslun okkar til að velja þitt eintak eða hafir samband við feldur@feldur.is til að fá upplýsingar um litavalið í boði áður en að þú kaupir þessa vöru.