Lýsing
Mokkakápa | Dökkblá með ljósu fóðri
Fáanlegt í stærðum:
S | M | L | XL
Pála er mokkakápa sem hægt er að klæðast á tvo vegu. Annars vegar á hefðbundinn hátt, með leðrið út sem er fullkomið í daglegu amstri og hinsvegar með mjúkt lambaskinnið út, þá er kápan klár fyrir leikhúsið og veisluna. Mörg falleg smáatriði gera kápuna einstaka, rennilás á vösum, fallegar smellur og krækjur á kraganum svo hægt er að hneppa kápuna alveg að sér. Pála er hönnuð til þess að skera sig út úr fjöldanum og vekur óhjákvæmilega eftirtekt.
Hönnuð af Werner Christ