Feldur
Viðhald
Feldur er náttúrulegt hráefni sem hreinsar sig sjálft ef hann er viðraður. Felds vöruna skal nota reglulega, og viðra í vindi af og til. Forðist beint sólarljós, þar sem skinnið getur upplitast. Geymið í köldu, loftræstu rými. Burstið hárin reglulega til að halda þeim mjúkum og fallegum.
Ef á feldinn kemur blettur skal bleyta tusku, vinda vel og nudda varlega úr feldinum. Leyfið vörunni að þorna í stofuhita, ekki nota neina auka hitagjafa. Að lokum skal bursta feldin varlega og varan ætti að verða eins og ný.
Ekki hika við að leita ráða hjá okkur í 588-0488 eða í gegnum feldur@feldur.is ef eitthvað er.
