SKILMÁLAR
Feldur Verkstæði leggur upp úr því að starfa eftir eftirfarandi skilmálum. Vinsamlegast lesið þá vandlega áður en þið leggið inn pöntun á www.feldur.is. Fyrirtækið er skráð á Íslandi. Skrifstofan og verslunin okkar er Feldur Verkstæði, staðsett á Snorrabraut 56, 105 Reykjavík, Íslandi. Þú getur náð í okkur í verslun í síma 588-0488 eða á lager í síma 588-1088 en einnig í gegnum tölvupóst í gegnum info@feldur.is.
Almennir skilmálar
Þessir skilmálar gilda fyrir alla notendur lénsins www.feldur.is og eingöngu þess. Þessir skilmálar gilda fyrir öll viðskipti sem eiga sér stað í gegnum heimasíðu Felds Verkstæðis. Feldur Verkstæði áskilur sér allan rétt til þess að endurskoða þessa skilmála. Notendur bera sjálfir ábyrgð á að fylgjast með uppfærslum á skilmálunum.
Fyrirvari
Feldur Verkstæði tryggir ekki að allar vörur listaðar á vefverslun sinni séu til á lager við gerð pöntunar. Ef svo vill til að vara sé óaðgengileg munum við hafa samband eins fljótt og auðið er í gegnum síma eða tölvupóst. Við getum ekki lofað því að efni á vefsíðu sé laust við ónákvæmni eða stafsetningavillur. Eins getum við ekki lofað því að allar upplýsingar séu rétt upfærðar hverju sinni. Feldur Verkstæði áskilur sér þann rétt að geta uppfært efni síðunnar hvenær sem er. Þrátt fyrir að við leggjum okkur fram við að birta rétta texta, myndir og verð á síðunni og í vefversluninni, geta villur leynst inn á milli. Ef þú hefur verið rukkað/ur/uð um rangt verð í vefverslun gefur Feldur Verkstæði þér valkost á að leggja inn nýja pöntun á réttu verði eða þá að hætta við pöntunina þína. Við áskiljum okkur hinsvegar þann rétt að hætta við pantanir sem hafa verið lagðar inn á vitlausu verði áður en varan hefur verið send af stað. Í því tilfelli tilkynnum við þér það með tölvupósti. Ef við náum ekki í þig verður sjálfkrafa hætt við pöntunina. Feldur Verkstæði ber ekki ábyrgð á hvers kyns tjóni sem hlýst við notkun síðunnar. Við getum ekki tryggt vandkvæðalausan, ótruflaðan og öruggan aðgang að síðunni.
Tilkynning um leiðbeiningar á höfundarétti
Höfundaréttur á efni inná þessari síðu (þar með talin, en ekki takmörkuð við, vörumerkið “Feldur Verkstæði”, lógó, grafík, texta, ljósmyndir, hönnun, táknmyndir, myndir, gögn og hugbúnað) eiga eigendur Felds Verkstæðis og hafa leyfi til að nota. Þú hefur leyfi til þess að nota þetta efni eingöngu í persónulegum, óviðskiptatengdum erindagjörðum. Þú mátt hlaða niður, prenta og geyma afrit af þessu efni til persónulegra, óviðskiptatengdra nota að því gefnu að þessi höfundaréttur sé hafður með í öllum slíkum afritum. Þú hefur ekki leyfi til þess að rukka neinn um notkun á þessu efni né að birta, gera tvírit af eða útdeila efninu til annarra án leyfis frá Feldi Verkstæði. Þú mátt ekki breyta efninu á neinn hátt án skriflegs leyfis eiganda höfundaréttarins.
Öryggi
Feldur Verkstæði notast við Secure Socket Layers (SSL), en er það viðurkenndur aðili í tilfærslu upplýsinga við vinnslu á pöntuninni þinni. Vefverslun Felds Verkstæðis notar Thawte (SSL) Certificates, sem passar upp á örugg samskipti með dulkóðun allra gagna til og frá síðunni. Þegar þú leggur inn pöntun í gegnum síðuna, getur þú um leið athugað gildi öryggisins með því að ýta á merki Thawte í greiðsluferlinu. Af öryggisástæðum geymum við engar greiðsluupplýsingar í gagnagrunni okkar.
Persónuvernd
Allar persónuupplýsingar vistaðar í gegnum þessa síðu eru varðveittar á öruggan hátt. Upplýsingarnar sem við geymum verða ekki seldar né notaðar í neinum tilgangi öðrum en að veita þér sem besta þjónustu. Upplýsingarnar verða einungis notaðar til þess að upplýsa þig um sérstök tilboð og önnur tækifæri tengd Feldi Verkstæði. Þú átt rétt á því að skoða þær upplýsingar sem geymdar eru um þig hvenær sem er. Þú getur nálgast þessar upplýsingar með því að senda tölvupóst á info@feldur.is. Ef gögnin eru ófullnægjandi eða röng hefur þú rétt á því að fá gögnin leiðrétt. Allir viðskiptavinir sem greiða með korti eru háðir staðfestingar prófunum. Feldur Verkstæði áskilur sér allan rétt til að fresta öllum pöntunum ef grunur er á að um svindl sé að ræða auk þess sem við áskiljum okkur þann rétt að þurfa ekki að samþykkja pöntun eða að hætta við pöntun ef villa var í uppgefnu verði eða ef varan sem pöntuð var sé ekki til á lager án þess að bera ábyrgð á kostnað eða skaða af völdum þess. Af öryggisástæðum geymum við engar greiðslu upplýsingar í gagnagrunni okkar.
Skil á vöru
Ef vill svo til að þig langar að skila nýkeyptri vöru af vefverslun okkar biðjum við þig vinsamlegast um að hafa samband í gegnum tölvupóst: info@feldur.is. Þú munt þurfa að framvísa pöntunarnúmeri, dagsetningu pöntunar og ástæðu fyrir skilum. Mikilvægt er að vörur sem skilaðar eru séu í fullkomnu ásigkomulagi. Kostnaður við skil fellur alfarið á kaupanda vörunnar. Gakktu úr skugga um að varan sé nákvæmlega eins og þegar þú tókst við henni með miða og öðru tilheyrandi. Þú mátt endursenda vöruna með hvaða örugga dreifingaraðila sem er. Við mælum með frakt fyrir viðskiptavini sem staddir eru erlendis. Vinsamlegast taktu eftir að ef þú velur að endursenda vöruna, fellur ábyrgð tryggingar í flutningi á þig.
Skipti á vöru
Það er enginn kostnaður falinn í skiptum á vöru í aðra stærð eða annan lit en þann sem þú pantaðir, nema ef annað verð er á vörunni sem skipt er í (athugið einstaka litir geta verið á afslætti). Athugið þó að öll vöru skipti fara eftir lagerstöðu hverju sinni. Viðskiptavinur greiðir fyrir flutningskostnað á nýrri vöru, einnig gæti hann þurft að greiða fyrir innflutningstolla og virðisaukaskatt ef viðskiptavinur er staddur erlendis.
Til þess að fá vöru skipt, vinsamlegast hafið samband við okkur í gegnum info@feldur.is. Þaðan munum við leiðbeina þér í skiptunum. Vinsamlegast tilgreinið ef um aðra stærð eða lit er að ræða.
Vinsamlegast athugið að við getum einungis skipt á stærð og/eða lit á vöru. Ef þig langar að skipta í aðra vöru mælum með því að óska eftir endurgreiðslu á vörunni og leggja svo inn nýja pöntun í gegnum vefverslunina.
Endurgreiðsla ef verlsað er á netinu.
ATH. þessir skilmálar eiga eingöngu við um viðskipti sem fara fram í gegnum vefverslun okkar, www.feldur.is, aðrar reglur gilda um skil og skipti fyrir vörur sem keyptar eru í verslun okkar á Snorrabraut 56.
Frá dagsetningu sendingar frá okkur hefur viðskiptavinur 14 daga til að óska eftir endurgreiðslu. En á heimasíðu Neytendastofu kemur fram að sé hlutur keyptur á netinu hafi neytandi meiri rétt á að skila vöru en ellegar. Sjá nánar.
Endurgreiðslan kemur í gegn á upprunalegu kreditkorti viðskiptavinar. Ef svo ólíklega vill til að varan sem þú pantaðir er gölluð, endurgreiðum við einnig allan flutningskostnað gölluðu vörunnar en það er ekki fyrr en varan hefur borist til okkar og hún hefur verið metin gölluð.
Þar sem Ísland er ekki hluti af Evrópusambandinu eru innflutnningstollar og skattur óendurgreiðanlegir. Við mælum með því, ef þið eruð stödd erlendis að þið hafið samband við tollstjórann í ykkar umdæmi upp á nákvæmar upplýsingar hvað þetta varðar, þar sem reglur eru mismunandi eftir hverju landi fyrir sig.
Vinsamlegast athugið að endurgreiðslur geta tekið allt að 7 virka daga, en fer það eftir bankanum sem þú ert í viðskiptum við. Við mælum með því að hafa samband við bankann þinn ef þú hefur spurningar varðandi endurgreiðslur á kreditkort.
Gæða ábyrgð
Ef vörur eru metnar gallaðar, bárust til þín skemmdar eða hafa framleiðslu galla sem kemur í ljós á innan við 24 mánuðum frá kaupum, vinsamlegast hafið samband við info@feldur.is.
Tollar og skattar
- Öll verð á vefsíðu innihalda skatt.
- Enginn auka skattur verður lagður á vöruna þína áður en hún er send af stað til þín.
- Flutningskostnaður að eigin vali (sjá sendingar) er bætt ofan á verðið hjá þér.
- Ef varan er send erlendis getur innflutningstollur bæst ofan á vöruna.
Smákökur
Smákökur (e. cookies) eru notaðar á síðunni til þess að betrumbæta upplifun þína á síðunni. Auk þess sem þær eru notaðar í gagnaöflun, auðkenna smákökurnar einnig tölvuna þína og gera síðunni kleift að sækja persónulegar stillingar. Þú getur stillt vafrann þinn þannig að hann sendir þér tilkynningu um það þegar smákökur eru virkjaðar. Það gerir þér kleift að neita notkun þeirra eða eyða þeim eftir heimsókn þína á síðuna. Ekki er hægt að heimsækja vefverslunina okkar ef smákökurnar hafa verið gerðar óvirkar.
Litir
Við getum ekki ábyrgst það að litir sem birtast á vefsíðunni endurspegli alveg raunveruleikann. Þetta kemur meðal annars að hluta til niður á lita stillingum í þínu tæki.
Greiðslumátar
Tekið er á móti eftirfarandi greiðslumátum:
Kreditkort: VISA, Eurocard, Mastercard, American Express, Maestro, Visa Electron og JCB (Varðandi Maestro og Visa Electron: vinsamlegast athugaðu hjá bankanum þínum hvort kortið þitt sé gilt fyrir kaup á netinu). Staðfesting á VISA og Mastercard fer fram með öryggis númeri. Greiðsla er tekin af kortinu þínu þegar pöntun hefur verið móttekin.
Brot á reglum
Feldur Verkstæði áskilur sér þann rétt að sækja allar lausnir mögulegar og löglegar við brot á þessum skilmálum, meðal annars þann rétt að loka á aðgang einstaklinga að síðunni. Einstaklingar sem brjóta gegn takmörkunum á svæðum síðunnar sem eru vernduð með lykilorði geta sætt ákæru.
Ófyrirséðir og óviðráðanlegir atburðir.
Í tilfelli ófyrirsjáanlegra og/eða óviðráðanlegra atburða fella skyldur Felds Verkstæðis úr gildi. Samningurinn milli þín og Felds Verkstæðis getur í því tilfelli verið fallinn að hluta til eða alfarið úr gildi af þér eða okkur. Með ófyrirséðum og/eða óviðráðanlegum atburðum er átt við stríð, borgarastyrjöld, byltingu, ófrið, aðgerðir stjórnvalda, verkfall, samkomubann, lokanir, rafmagnsleysi, farsíma eða internet þjónustuskerðingu, náttúruhamfarir eða aðra svipaða atburði. Í slíkum aðstæðum munum við reyna að leysa úr öllum vandamálum eins fljótt og auðið er.
Gildandi lög
Þessir notkunarskilmálar eru settir í samræmi við íslensk lög og íslenskir dómstólar hafa einkarétt til úrlausnar á öllum deilum sem kunna að leiða af þessum samningi. Lög í þínu landi geta verið önnur en íslensk lög og jafnframt kunna að vera viðbótarskilyrði þar til að nota þessa vefsíðu. Þú verður að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglugerðum, bæði staðbundnum og alþjóðlegum, varðandi notkun þína á vefsíðu okkar.
Feldur verkstæði ehf.
Snorrabraut 56
105 Reykjavík
SSN: 4505091080
VAT NR. 101217