Íslenskt lambaskinn
Viðhald
Til að viðhalda fallegri áferð íslenska lambaskinnsins mælum við með því að greiða skinnið reglulega með feld greiðu og hengja það út til að viðra það á þurrum en vindasömum degi. Litla bletti er hægt að nudda úr með rökum klút. Í kjölfarið mælum við með því að þú teygir vel á skinninu til að koma í veg fyrir að það harni og leyfir því að þorna flötu með engum auka hitagjafa. Forðist beint sólarljós þar sem skinn getur átt í hættu á að upplitast.
Ekki hika við að leita ráða hjá okkur í síma 588-0488 eða í gegnum feldur@feldur.is ef eitthvað er.
