Lambaskinn
Viðhald
Vöruna skal nota reglulega og viðra í vindum. Forðist beint sólarljós, þar sem skinnið getur upplitast. Geymið í köldu, loftræstu rými. Ef varan blotnar, leyfið henni að þorna af sjálfri sér, gott er að hengja hana upp í sturtuklefanum, eða þar sem hún getur hangið ein og sér og þornað. Ekki nota auka hitagjafa til að þurrka vöruna, sbr. ofna eða hárblásara. Ef eitthvað kemur fyrir vöruna hafið endilega samband við okkur fyrst og ekki fara með hana í hreinsun nema ef um feld-hreinsun sé að ræða.
Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 588-0488 eða í gegnum netfangið feldur@feldur.is ef eitthvað er.
