Prjónavörur
Viðhald
Fjarlægið dúskinn af húfunni áður en hún er þvegin. Hægt er að smella honum af eða leysa bandið innan í húfunni. Prjónahúfurnar okkar skal þvo í höndunum og leyfa þeim að þorna á flötu yfirborði. Til að viðhalda fallegu skinninu á dúsknum er gott að greiða hann reglulega. Ef blettur kemur á dúskinn skal hreinsa hann með rökum klút, en forðast alfjörlega að gegnbleyta hann. Leyfið dúsknum að þorna af sjálfum sér og notið ekki aðra hitagjafa, svo sem ofn eða hárblásara.
Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 588-0488 eða í gegnum feldur@feldur.is ef eitthvað er.
