Tíbetskt lambaskinn
Viðhald
Til að viðhalda fallegri áferð tíbetska lambaskinnisin er gott að viðra það á vindasömum degi. Einnig skal huga að því að geyma það á stað sem beint sólarljós eða sterk lýsing kemst ekki að. Þrátt fyrir að vörunar frá Feldi séu hágæða og fallegar, þá er lang best að nota þær reglulega, það er besta viðrunin. Ef blettur kemur í skinnið er gott að þrífa hann úr með rakri tusku. Til þess að fríska upp á krullurnar í skinninu er hægt að úða létt á þær vatni og ýfa þær upp. Ef varan blotnar sjáðu til þess að hún fái að þorna alveg á breiðu herðatré, þar sem hún getur hangið án þess að vera í snertingu við neitt. Alls ekki bursta skinnið, þá hverfa krullurnar.
Ekki hika við að leita ráða hjá okkur í síma 588-0488 eða í gegnum feldur@feldur.is ef eitthvað er.
